Áramótasöngur - Eyþór Ingi

Lag: Bjarni Hafþór Helgason Ljóð: Pétur Björgvin Jónsson birt 1957. Útsetning: Þórir Úlfarsson Myndband gert fyrir listsýninguna Fuglar Hugans 2021 Myndlistamaður: Ingvar Thor Gylfason Dansari: Kata Vignis Leikstjóri: Kristján Kristjánsson. Áramótasöngur Upp skal hefja áramótasöng, af öllu hjarta þakka liðið ár, þó að leiðin stundum væri ströng og stundum féllu af augum sorgartár. Munum líka marga glaða stund. Minnumst þess er sólin fögur skein við fuglasöng og blómum gróna grund, hvar glitrar daggarperlan hrein – svo hrein. Glöð svo fögnum ári nýju nú í nafni hans sem fer með æðstu völd. Iðkum kærleik, ást og von og trú og uppskeran mun verða þúsundföld.
Back to Top